Two and a Half Men

Two and a Half Men eru löngu orðnir bestu vinir áskrifenda Stöðvar 2 en þetta eru drepfyndnir gamanþættir með Charlie Sheen í aðalhlutverki. Þættirnir eru vinsælustu gamanþættir Stöðvar 2, rétt eins og í Bandaríkjunum, þar sem vinsældir þeirra vaxa með hverri þáttaröðinni auk þess sem reglulegar endursýningar fá einnig mjög mikið áhorf.

Charlie er fertugur piparsveinn sem nýtur mikillar kvenhylli og hefur gert það gott með því að semja auglýsingastef. Bróðir hans, Alan, flutti inn á hann eftir að hafa skilið við eiginkonu sína og deila þau forræði yfir syni sínum.

Sjötta þáttaröðin af Two and a Half Men hefst á Stöð 2 í vetur.